fimmtudagur, 29. september 2016
-glútenfríar míní lummur-
Ég er að fara í smá ferðalag á morgun með eldri molann minn en við erum á leið á badminton mót á Siglufirði. Spennan er í hámarki og þá aðalega í mömmunni... vandró but true.
Ég er búin að hugsa mikið hvernig ég ætla að gera þetta en það er morgunmatur í boði á morgnana og svo ekkert fyrr en aftur um kvöldið svo maður þarf að mæta vel nestaður og reddý í dag fullan af mikilli hreyfingu.
Ég fór því að googla og eitt af því sem ég fann til að búa til og hafa með okkur voru þessar ofur krúttlegu míní múffur. Þær eru svo einfaldar að það er eiginlega vandró.
Þið getið í raun notað ykkar uppáhalds lummu uppskrift eða jafnvel þið sem viljið glútenfrítt vöfflu eða pönnukökumix. Ég hinsvegar gerði ekki neina spes uppskrift heldur hellti bara e-h í skál. Týpískt ég, því svo ætla ég að gefa ykkur uppskrift og lendi í algjöru rassgati með þetta.
En það sem ég gerði núna var í raun bara lummu uppskriftin mín sem ég hef svo oft gefið ykkur uppskrift af nema ég útfærðina hana aðeins.
so here goes:
1 bolli glútenfrítt hveiti eða það sem þið veljið að nota, haframjöl er líka mjög fínt.
1 bolli möndlumjólk
1 egg
6 dropar via health steviu dropar með caramel bragði
Ef ykkur finnst degið þykkt þá er um að gera að setja smá meiri mjólk þar til þú ert sátt/ur.
Ég notaði muffins bakka til að setja degið í og valdi mér svo nokkra vel valda toppings til að setja ofan á. Ég valdi: bláber sem við týndum sjálf í sumar, rúsínur og kanil, smá glútenfrítt haframjöl og kókosmjöl og svo á síðasta kakónibbur.
Þetta er ótrúlega fljótlegt, hollt og mjög gott !
Engin ummæli :
Skrifa ummæli