laugardagur, 8. október 2016

-jóla lakkrísinn í Epal-

Jóla lakkrísinn frá Johan Bülow (glútenfrír) sem fæst í Epal er guðdómlegur. Hann er bilaðslega bragðgóður og líka fullkominn sem skraut á aðventunni og yfir jólin.



Ég skaust aðeins í Epal  núna í vikunni og verslaði afmælisgjöf og lét það eftir mér að kaupa mér nýja múmínálfabollann þar sem hann er svo kósý flottur og ég átti bara einn fyrir og fannst algjörlega komin tími á einn í viðbót í fjölskylduna. Ég var líka að panta mér jóladagatal Johan Bülow en ég hef aldei eignast eitt slíkt og ætla að leyfa mér það þessi jólin. Það sem ég hlakka til að fá mitt.


Kjartan einn úr Epal fjölskyldunni er ótrúlega flottur maður og hitti ég hann þegar ég fór í vikunni og spjallaði ég við hann í smá stund eins og ég geri oft og sagði svo bara "gaman að sjá þig" og eitthvað.. æj þið vitið eins og maður gerir nú þegar maður er búin að vera á tali við fólk svona sem maður kannast orðið aðeins við. 

Þegar ég stóð og var að borga kom þessi elska færandi hendi með þennan líka æðislega jólalakkrís til að gefa mér. Ég fékk hindberja og hann er truflaður á bragðið.. ekki skemmir fyrir allt glimmerið  og jólastemmingin. Brons er líka mjög góður og er það sami og var í fyrra. 



Ég bara varð að segja ykkur frá lakkrísnum því ég er dolfallinn yfir honum. Hef reyndar alltaf verið það og er draumurinn að fara til Danmerkur one day og heimsækja framleiðsluna þeirra. Langtímaplan sko, langtímaplan.




Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished