Ég var svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni Júlíu sem var að gefa út bókina Lifðu til fulls. Hún kom á hárréttum tíma inní líf mitt þessi bók því mig hefur lengi langað til að prufa að taka óþarfa sykur út úr mataræði mínu og fjölskyldunnar. Þessi bók er algjörlega mögnuð og ef þú ert búin að vera að hugsa um það sama og ég í mörg ár ekki hika við að kaupa þér hana.
Ég er búin að vera að prufa mig áfram með bókina og er ég ótrúlega ánægð með það sem ég hef prufað. Þetta gengur upp og ofan hjá mér en þetta eru auðvitað bara lítil skref í einu og ákvað ég að prufa fyrst að taka í gegn morgunrútínuna okkar. Það eru allskonar flottar uppskriftir af jógúrti, booztum, kvöldverði og sætum eftirréttum sem eru algjörlega málið fyrir okkur sem langar að taka aðeins til í sykrinum en tímum ekki að sleppa öllu þessu sem okkur finnst svo ótrúlega gott. Ég er alltaf að verða meira og meira hrifin af þessum lífsstíl. Ég hef aldrei komið mér í að gera þetta því mér finnst svo misvísandi skilaboð af hverju maður á að taka út sykur og hvaða sykur er hollari en annar og þar fram eftir götunum en Júlíu tekst að útskýra það mjög vel í bókinni sinni.
Hér að neðan er gómsæt uppskrift af sykur og glútenfrírri eplasælu úr bókinni hennar Júlíu sem ég mæli hiklaust með. Hún er draumur einn þessi kaka. Ég elska haustið og finnst mér eplakaka alltaf svo girnileg svona á haustkvöldum.
Smelltu HÉR til að kaupa þér eintak af bókinni.
Ljúffeng eplasæla - uppskrift
Þessi uppskrift varð til þegar ég var að hjálpa vinkonu minni að breyttum lífsstíl. Síðan þá hefur hún ekki getað talið þau skipti sem hún hefur endurtekið eplasæluna enda er hún fljótgerð, einföld og hugguleg að hafa í ofni þegar gestir líta inn. Lyktin af nýbökuðu eplapæi með kanil fyllir heimilið af hlýju og tekur glæsilega á móti gestum. Skapið eftirminnilegar og bragðgóðar minningar og berið kökuna fram með kókosrjóma eða hrísrjóma.
½
bolli möndlumjöl
½
bolli + 4
msk glútenlausir hafrar
½ bolli kókospálmasykur
1/2 tsk kanill
½ bolli kókosolía,
brædd í vatnsbaði
handfylli saxaðar valhentur
7 bollar rauð epli
skorin í sneiðar
¼ bolli hlynsíróp (eða annað síróp)
½ tsk kanill
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Blandið möndlumjöli,
höfrum, kókospálmasykri,
kanil og kókosolíu í matvinnsluvél eða skál þar til allt er vel
sameinað. Látið valhneturnar út í undir lokin og setjið til hliðar
3. Smyrjið 23-26 cm pæform með örlítilli
kókosolíu. Raðið eplasneiðunum í botninn á forminu.
Hellið sírópinu yfir og stráið kanil. Dreifið næst deigblöndunni jafnt yfir eplin.
4. Bakið í 45 mínútur
eða þar til bakan er orðin gyllt. Berið fram heitt með kókosrjóma eða aðkeyptum
hrísrjóma.
Hæfilegt fyrir níu.
Kókosrjómi
1
lífræn Kókosdós, ég nota frá Coop merki í Nettó
2-3
steviudropar með vanillubragði (ég nota frá via
health)
1.
Kælið kókosmjólkina í ísskáp yfir nóttu.
2.
Hellið mestum vökvanum úr dósinni, þar til bara hnausþykki parturinn
situr eftir og setjið í matvinnsluvél ásamt steviudropum. hrærið eins og þið
mynduð venjulegan rjóma þar til áferðin minnir á
hefðbundinn rjóma.
Smelltu HÉR til að kaupa þér eintak af bókinni.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli