fimmtudagur, 8. nóvember 2018

heitt súkkulaði & hygge

Nú er farið að kólna heldur betur í veðri og nú fer dögunum að fjölga sem við getum farið að nostra við heita súkkulaðið okkar og njóta þess að halda á heitum bollanum.

Ég veit fátt betra en að fara út á köldum degi með strákunum mínum og koma svo inn í hlýjuna, kveikja á kertum, taka fram smá kaffitíma og búa til heitt og gott súkkulaði.



Hér eru nokkrar uppskriftir fyrir y kkur og svo er bara að láta hugann reika og sjá hvað verður fyrir valinu. Að setja ís í kakóið, guð minn krullóttur hvað ég elska það. Svo skulum við heldur ekki gleyma að það er fátt meira jóló en að taka rölt og stoppa við á einu krúttlegu kaffihúsi og njóta þess að láta græja fyrir sig einn góðan súkkulaði bolla.

Undirbúningur jólanna er minn uppáhalds tími.





Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished